herdís cnn tyrklandFeneyjanefnd var í fréttum CNN í Tyrklandi á meðan sendinefnd sem leidd var af Herdísi Þorgeirsdóttur varaforseta nefndarinnar átti fundi með stjórnvöldum, blaðamönnum, félagasamtökum og andófsfólki fyrstu vikuna í febrúar. Frá því að neyðarlög voru sett í landinu um miðjan júlí 2016 ríkir þar mikil ólga. Störf Feneyjanefndur sem er ráðgjafi 47 aðildarríkja Evrópuráðsins  lúta að því að meta það hvort breytingar á lögum standist evrópsk og alþjóðleg viðmið um mannréttindi, réttarríki og lýðræði. Feneyjanefndin hefur undanfarið ár gefið álit sitt á breytingum á lögum um internetið, ákvæðum almennra hegningarlaga á tjáningarfrelsi í landinu; áhrifum neyðarlaga á fjölmiðla og breytingum á stjórnarskrá landins.