Var í viðtali hjá Sindra Sindrasyni eftir kvöldfréttir á Stöð 2 ásamt Hjörleifi Sveinbjörnssyni sem búið hefur í Istanbúl undanfarin ár ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrv. utanríkisráðherra. Sindri spurði um manninn Erdogan, fylgið hans og beindi sérstaklega til mín spurningu um hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um grundvallarbreytingar á stjórnskipuninni. Einnig ræddum við ástandið undir neyðarlögum, fjármálaöflin sem Erdogan byggir vald sitt m.a. á, óttann og þöggunina í landinu og óvissuna sem nú blasir við.

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC3C0CFD8C-86DE-44AD-954B-C607E2D5F8DA

Screen Shot 2017-04-19 at 18.45.18