Screen Shot 2017-01-22 at 07.15.39Fjölmiðlar hafa þeirri skyldu að gegna að upplýsa almenning og miðla áfram upplýsingum um mál sem hann varða. Almenningur á rétt á slíkum upplýsingum. Oft svíður undan þeim, umfjöllun getur verið óvönduð en fréttir eru forgengilegar og þegar mikið er í húfi er ekki hægt að álasa fjölmiðlum þótt þeir fari stundum yfir strikið. Hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur heltekið okkar fámennu þjóð. Þessi unga, góðlega og varnarlausa stúlka hefur verið í huga okkar flestra frá því að hún hvarf sporlaust s.l. laugardag. Við bíðum í ofvæni eftir fréttum og höldum í vonina í lengstu lög.
Framganga lögreglu hefur verið til fyrirmyndar; björgunarsveitirnar bregðast aldrei, almenningur hefur staðið vaktina m.a. á samfélagsmiðlum og móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, hefur staðið sig eins og hetja frá því hún sté fram og kallaði eftir aukinni aðstoð vegna hvarfsins.
Mín tilfinning er sú að allir hafi reynt að gera sitt besta.