Þungavigtarfyrirlesarar á kvennaráðstefnu

maud og judithFramkvæmdastjóri Evrópuráðsins og fræðimaður ársins á sviði lögfræði í Bandaríkjunum verða gestir ráðstefnunnar Tengslanet IV – Völd til kvenna, sem haldin verður á Bifröst í lok maí.

Judith Resnik er prófessor við lagadeild Yale háskóla og flytur hún fyrirlestur sem ber titilinn „Justice in jeopardy“. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor á Bifröst, sem gengst nú fyrir fjórðu ráðstefnunni af þessu tagi,  segir að Resnik hafi verið útnefnd fremsti fræðimaður á sviði lögfræði 2008 af bandarísku lögmannasamtökunum.

Aðeins fimm konur hafa hlotið þann heiður áður og segir Herdís að Judith Resnik sé talin líkleg til að verða dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna í framtíðinni. Hinn gesturinn er Maud de Boer Buquicchio, sem er annar tveggja framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og mun hún ræða um hlutskipti kvenna en Evrópuráðið er mikilvægasta stofnunin á sviði mannréttinda í Evrópu.

Ráðstefnan verður haldin 29. og 30. maí í vor og stendur skráning yfir. Þemað að þessu sinni verður „Konur og réttlæti“ og auk Resnik og Buquicchio munu fleiri fyrirlesarar nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Fyrri ráðstefnur hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal kvenna hér á landi. Herdís segir að ráðstefnan sem haldin var árið 2006 hafi verið sú fjölsóttasta í íslensku viðskiptalífi það árið. Gestirnir eru þverfaglegur og þverpólitískur hópur kvenna sem starfa á flestum sviðum þjóðfélagsins.

Á myndinni að ofan er  Maud de Boer Buquicchio til vinstri og Judith Resnik til hægri

Um Herdísi

Um Herdísi

Dr. juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð prófessor við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís er höfundur bóka og greina, sem hafa birst alþjóðlega.  Hún hefur mikla reynslu af alþjóðlegu…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. Since 2003 she has been a member of the Network of Legal Experts that ensures the European Commission is kept informed in relation to important legal…