103. aðalfundur Feneyjanefndar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum var haldinn dagana 19. – 20. júní. VC 103 plenary betri myndStýrði umræðum um drög að áliti Feneyjanefndar um ný afar umdeild fjölmiðlalög í Ungverjalandi. Dómsmálaráðherra Ungverjalands tók þátt í umræðum. Álitið var einróma samþykkt af nefndinni.

Myndin hér er fyrir neðan er af nokkrum konum á aðalfundi Feneyjanefndar (nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) hinn 19. júní s.l. Talið frá vinstri eru: Wilhelmina Thomassen (varafulltrúi Hollands og fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu), Simona Granata Menghini (varaframkvæmdastjóri nefndarinnar), Sarah Cleveland (fulltrúi Bandaríkjanna, lagaprófessor), Anne Peters (varafulltrúi Þýskalands), Lydie Err (fulltrúi Luxemborgar), Gordana Siljanovska-Davkova (fulltrúi fyrrum júgóslavneska Lýðveldisins Makedóníu), Herdís Þorgeirsdóttir (varaforseti Feneyjanefndar), Hanna Suchocka (fulltrúi Póllands, prófessor og fyrrum forsætisráðherra), Veronika Bilkova (fulltrúi Tékklands) og Amaya Ubeda, lögfræðingur sem starfar hjá Feneyjanefnd í Strassborg.

VC women

Konur á aðalfundi Feneyjanefndar í júni 2015. Frá vinstri Wilhelmina Thomasen varafulltrúi Hollands í nefndinni og fyrrum dómari við Mannréttinadómstól Evrópu; Simona Granata-Menghini aðstoðar framkvæmdastjóri Feneyjanefndar, Sarah Cleveland fulltrúi Bandaríkjanna í Fenyjanefnd; Anne Peters varafulltrúi Þýskalands, Lydie Err, fulltrúi Luxemborgar, Gordana Siljanovska-Davkova fullrúi fyrrum júgóslaveska lýðveldisins Makedóníu; Herdís Þorgeirsdóttir fulltrúi Íslands og varaforseti nefndarinnar, Hanna Suchocka fyrrum forsætisráðherra Póllands og nú prófessor í lögum við háskólann í Gdansk, fulltrúi Póllands í nefndinni; Veronika Bilkova, fulltrúi Tékklands og Amaya Ubeda, starfsmaður Feneyjanefndar í Strassborg.