Opin málstofa Alþjóðahúss verður haldin í dag, fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 . Málstofan fer fram í Kornhlöðunni og fjallar um ímynd innflytjenda í íslenskum fjölmiðlum. Bera fjölmiðlar einhverja sérstaka ábyrgð við umfjöllun um innflytjendur eða fólk af erlendum uppruna? Hvernig er þessari umfjöllun háttað í samanburði við nágrannalönd okkar? Getur ákveðin umfjöllun verið fordómaskapandi? Það er staðreynd að innflytjendur eru minnihlutahópur sem finnur oft fyrir fordómum á Íslandi. Þess vegna hefur því oft verið haldið fram að fjölmiðlar og þá sérstaklega fréttamenn þurfi að móta sérstakar vinnureglur við umfjöllun um fólk af erlendum uppruna. Annars er hætta á að tiltekin tegund umfjöllunar leiði til frekari fordóma sem bitna á hópi fólks sem á sérstaklega erfitt með að verja sig. Um þessi mál og fleiri verður rætt í Kronhlöðunni (salur veitingahússins Lækjarbrekku). Til máls taka Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, Dr. Þorbjörn Broddason, Anna G. Ólafsdóttir og Pawel Bartoszek. Ævar Kjartansson stýrir umræðunum og fulltrúar stærstu fjölmiðlanna taka þátt í pallborðsumræðum.
ALLIR ERU ELKOMNIR

Dagskrá:

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir talar um ábyrgð fjölmiðla.

Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði við HÍ fjallar um spurninguna hvort fréttaflutningur og fjölmiðlaumfjallanir geti ýtt undir staðalmyndir um ákveðna minnihlutahópa.

Anna G. Ólafsdóttir, frá Blaðamannafélagi Íslands, fjallar um siðareglur blaðamanna og stefnu í fréttaflutningi varðandi fólk af erlendum uppruna.

Pawel Bartoszek, háskólanemi talar um ímynd innflytjenda í fjölmiðlum.

Þátttakendur í pallborðsumræðum Karl Blöndal aðstoðarritstjóri orgunblaðsins, Þór Jónsson fréttamaður á töð 2 og fulltrúi fréttastofu RÚV.

Ævar Kjartansson stýrir málþinginu og pallborðsumræðum.