kiev riotsÍ nýrri skýrslu á vegum Evrópuráðs er lýst yfir mikilum áhyggjum af stöðu mannréttinda, réttarríkis og lýðræðis í aðildarríkjum Evrópuráðsins, sem eru alls 47 talsins.  Í aðfararorðum skýrslunnar segir Thorbjörn Jagland, aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, að staðan hafi ekki verið eins ógnvekjandi í marga áratugi – hvað varðar grunngildi samfélagssáttmála þessara ríkja. Bent er á að alvarleg mannréttindabrot megi rekja til víðtækrar spillingar, til þess að menn eru ekki sóttir til saka, refsileysis, mansals, aukinna fordóma, ofsókna og mismununar. Efnhagskrísan og vaxandi ójöfnuður eru álitin veruleg ógn við grunnstoðir lýðræðisríkja,  sem vilja teljast réttarríki þar sem mannréttindi eru virt.

Hér er skýrslan.