armenian genocideMannréttindadómstóll Evrópu (MDE)  komst að þeirri niðurstöðu í máli Perincek gegn Sviss hinn 17. desember s.l. að svissnesk stjórnvöld hefðu brotið á tjáningarfrelsi manns sem hafði afneitað þjóðarmorðinu á Armenum 1915 á opinberum vettvangi (dómur deildar, sem er ekki endanlegur). Maðurinn hafði verið ákærður fyrir brot á svissneskum hegningarlögum með ummælum sínum. Taldi dómstóllinn að maðurinn hefði ekki gerst brotlegur á grundvelli sáttmálans með því að kalla söguskýringuna um þjóðarmorðið “alþjóðlega lygi”.  Hann hefði tekið þátt í mikilvægri pólitískri umræðu og svigrúm til að hefta tjáningarfrelsi hans þar af leiðandi takmarkað. Ekki væri unnt að nota sömu skilgreiningu í tilfelli Armeníu 1915 og varðandi afneitun á helförinni þar sem tilvist gasklefa væri t.d. sönnuð.