08Fulltrúi Íslands í nefnd Evrópuráðs um lýðræði með lögum var kjörinn formaður  Mannréttindanefndar Feneyjearnefndar á reglulegum aðalfundi nefndarinnar í desember 2011. Herdís tekur við því sæti af prófessor Karlo Tuori, sem var kjörinn varaforseti Feneyjarnefndar. Fyrir miðju á myndinni er Hanna Suchocka, varaforseti Feneyjanefndar og sendiherra Póllands í Vatíkaninu í Róm. Hún hefur bæði gegnt stöðu forsætisráðherra Póllands og dómsmálaráðherra. Frá 1998 hefur hún verið í vitringahópi Evrópuráðsins (e. Member of the Committee of Wise Persons of the Council of Europe). Til hægri á myndinni er Caroline Martin, lögfræðingur á skrifstofu Feneyjanefndar í Strassborg.