Leiðbeiningareglur varðandi fjölmiðla í aðdraganda kosninga

VC

Feneyjarnefnd Evrópuráðsins samþykkti á síðasta allsherjarfundi sínum tillögur Dr. Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters frá Bretlandi um breytingar á tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðins (99) 15 um umfjöllun fjölmiðla í kosningabaráttu (Recommendation (99) 15 on Media Coverage of Election Campaigns). Í mars 2007 bað sérfræðingahópur á sviði mannréttinda í upplýsingasamfélaginu (MC-S-IS) Feneyjarnefnd Evrópurráðsins um að taka þátt í endurskoðun á tilmælum (99) 15 um fjölmiðlaumfjöllun í kosningabaráttu. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir (varafulltrúi Íslands í Feneyjarnefndinni) vann skýrslu fyrir sérfræðingahópinn  og það gerði einnig Owen Masters, sérfræðingur á sviði fjölmiðla frá Bretlandi. Herdís Þorgerisdóttir var síðan beðin að taka þátt í sjálfum undirbúningnum að breytingartillögum á tilmælum og fór sú vinna fram í byggingu Mannréttindadómstóls Evrópu í lok mars s.l. Á meðfylgjandi slóð má sjá framlag Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters sem Feneyjarnefndin samþykktihttp://www.venice.coe.int/docs/2007/CDL-AD(2007)022-e.asp

Um Herdísi

Um Herdísi

Dr. juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís er höfundur bóka og greina, sem hafa birst alþjóðlega.  Hún hefur mikla reynslu af…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…