Haustfundur lögfræðingateymis, sem vinnur að þróun jafnréttislöggjafar fyrir Framkvæmdastjórn ESB. Á dagskrá var m.a. nýleg þróun á vettvangi jafnréttismála, bæði í löggjöf og dómaframkvæmd, 2007 Evrópuár jafnra tækifæra fyrir alla, nýleg skýrsla sérfræðingahópsins um framkvæmd tilskipunar 86/613 í aðildarríkjum og ríkjum bundnum af EES samningnum, samræming vinnu, einka- og fjölskyldulífs, mál á sviði jafnréttismála, sem bíða úrlausnar hjá Evrópudómstólnum og fleira. Herdís Þorgeirsdóttur hefur starfað á þessum vettvangi síðan 2003.