Ný launakönnun VR sem framkvæmd var af IMG Gallup á tímabilinu frá 31. janúar til 10. apríl 2006 leiðir í ljós að launamunur kynjanna er óbreyttur. Karlar eru með 22 % hærri heildarlaun en konur. Þegar búið er að taka tillit til ýmissa áhrifaþátta á laun, s.s. menntunar, starfsstéttar, starfsaldurs, lífaldurs og vinnutíma er munurinn 15%. Kynbundinn launamunur skv könnuninni minnkar eftir því sem menntun eykst.  VR leitaði m.a. álits Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors og Eddu Rósar Karlsdóttur hagfræðings vegna þessara niðurstaðna og birtir svör þeirra í VR blaðinu.