göran melander

Bókin Human Rights Law: From dissemination to application – Essays in honour of Göran Melander kom út hjá Brill í dag samkvæmt fréttum sem voru að berast frá Lundi í Svíþjóð en Göran Melander er prófessor emeritus við lagadeildina í Lundi og stofnandi Raoul Wallenberg mannréttindastofnunarinnar. Í bókina skrifa margir fræðimenn á sviði mannréttinda þ.á.m. Herdís Þorgeirsdóttir um skoðanafrelsi. Höfundar bókarinnar eiga það allir sammerkt að hafa kynnst Göran Melander og meðal þeirra eru tveir af fyrrum fræðimönnum við RWI og doktorsnemar við lagadeildina í Lundi – bæði prófessorar núna – Dr. Gregor Noll prófessor við lagadeildina í Lundi og Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor við lagadeildina á  Bifröst.