Mitt Romney kynnir varaforsetaefni sitt, Paul Ryan. Hingað til hafa 44 gegnt stöðu forseta – allt karlar og 47 gegnt stöðu varaforseta – allt karlar.

Konur eru 157 milljónir í Bandaríkjunum en karlar 151.8 milljónir.    Konur eru 58,6 % af vinnuaflinu en um 1% ráða yfir 43% alls auðs í Bandaríkjunum.

Paul Ryan er 42 ára – vill draga úr skattlagningu á þá ríku og og draga úr útgjöldum til velferðarmála.  Hann hefur setið á þingi síðan hann var 28 ára og hefur enga reynslu úr viðskiptalífinu en er formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Hver sem niðurstaða kosninganna verður eru Bandaríkin í ógöngum. „Við munum endurreisa Bandaríkin sem stórveldi“ sagði Ryan við útnefninguna.

Um 7,5 milljón kvenna búa við sára örbirgð og rúm 40% einstæðra mæðra í Bandaríkjunum búa við fátækt.