Leo Tolstoy. Myndin er tekin 1908 tveimur árum áður en hann dó.

7. ágúst 2012

Hvað eiga presturinn og mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King (1929-1968), frelsishetja Indverja Mathma Gandhi (1869-1948) og rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoy (1828-1910) sammerkt? Jú, hugsjónina um að þjóna mannkyni í baráttu fyrir réttlæti með friðsamlegri andstöðu og borgaralegri óhlýðni. Martin Luther King tók upp baráttuaðferðir Gandhis  um friðsamleg mótmæli og borgaralega óhlýðni – en Gandhi varð fyrir áhrifum af Leo Tolstoy og skrifaði honum eftir að hann las bók hans Guðsríki er innra með yður. Þar segir Tolstoy að allt hugsandi fólk verði að taka afstöðu um hvort það ætli að feta þrönga veginn og berjast fyrir réttlæti. Tolstoy benti einnig á hvernig valdhafar hafa lag á því að láta fólkið sjálft verða þátttakendur í því að viðhalda þeim ójöfnuði og óréttlæti sem viðgengst – þannig að hinir undirokuðu eru farnir að beita sjálfa sig harðræði —- þegar fólk samsamar sig með skoðanakúgun mætti það minnast þess að Jesú gekk inn í helgidóminn í Jersúsalem og tók að reka út þá sem voru að selja þar og kaupa og hratt um borðum víxlaranna . . . húsið sem átti að vera bænahús höfðu þeir gert að ræningjabæli.

Að gagnrýna spillingu og stöðuga viðleitni þeirra sem eru við völd að viðhalda ríkjandi ástandi – er ekki borgaraleg óhlýðni heldur borgaraleg skylda.

Mathma Gandhi og Martin Luther King.