Á beinni línu DV, 24. maí, 2012

Alltaf bjartsýn – Herdís í viðtali við DV, 25. maí, 2012

Á beinni línu kl. 14.  fimmtudaginn 24. maí, 2012

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi verður á Beinni línu á DV.is á morgun. Hún svarar spurningum lesenda frá klukkan 14.00. Herdís var fyrsta konan til að bjóða sig fram til embættisins í ár en mikið hefur var rætt um hana sem mögulegan frambjóðanda í umræðum á samskiptasíðunni Facebook í aðdraganda framboðsins.

Herdís er 58 ára og er með doktorsgráðu í lögum, með lögmannsréttindi og stjórnmálafræðingur. Hún var skipuð prófessor við Háskólann á Bifröst árið 2004. Hún er einnig einn af eigendum Víkur Lögmannsstofu. Í júlí árið 2009 var Herdís kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og var hún endurkjörin árið 2011. Hún hefur bæði starfað fyrir Evrópuráðið á sviði mannréttinda og í lögfræðingateymi fyrir Evrópusambandið á sviði vinnuréttar og jafnréttismála.

Bein lína var um árabil þekkt fyrirbæri á vegum DV. Þá gátu lesendur hringt inn og borið spurningu fyrir ráðamenn eða aðra þekkta einstaklinga sem í deiglunni voru hverju sinni. Með Beinni línu á DV.is er markmiðið að færa þá hugmynd til nútímans. DV hvetur lesendur til að sýna kurteisi í orðavali og spyrja hnitmiðaðra spurninga.