Leiðbeiningareglur varðandi fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Leiðbeiningareglur varðandi fjölmiðla í aðdraganda kosninga

VC

Feneyjarnefnd Evrópuráðsins samþykkti á síðasta allsherjarfundi sínum tillögur Dr. Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters frá Bretlandi um breytingar á tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðins (99) 15 um umfjöllun fjölmiðla í kosningabaráttu (Recommendation (99) 15 on Media Coverage of Election Campaigns). Í mars 2007 bað sérfræðingahópur á sviði mannréttinda í upplýsingasamfélaginu (MC-S-IS) Feneyjarnefnd Evrópurráðsins um að taka þátt í endurskoðun á tilmælum (99) 15 um fjölmiðlaumfjöllun í kosningabaráttu. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir (varafulltrúi Íslands í Feneyjarnefndinni) vann skýrslu fyrir sérfræðingahópinn  og það gerði einnig Owen Masters, sérfræðingur á sviði fjölmiðla frá Bretlandi. Herdís Þorgerisdóttir var síðan beðin að taka þátt í sjálfum undirbúningnum að breytingartillögum á tilmælum og fór sú vinna fram í byggingu Mannréttindadómstóls Evrópu í lok mars s.l. Á meðfylgjandi slóð má sjá framlag Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters sem Feneyjarnefndin samþykktihttp://www.venice.coe.int/docs/2007/CDL-AD(2007)022-e.asp

2007 ársþing EWLA í Zurich

2007 ársþing EWLA í Zurich

ZurichHerdís Þorgeirsdóttir prófessor stjórnar umræðum um Ár jafnra tækifæra við upphaf ársþings Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (http://www.ewla.org/) sem haldið verður í Zurich 11. til 12. maí nk. Þátttakendur í umræðum eru Lenia Samuel varaframkvæmdastjóri Evrópusambandsins í nefnd framkvæmdastjórnarinnar í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. Hún fjallar um sýn Framkvæmdastjórnar ESB á ár jafnra tækifæra; Rodi Kratsa-Tsagaropoulo, varforseti EvrópuþingsinsChrista Prets, þingkona á Evrópuþinginu  Zapfl-Helbling, varaformaður nefndar Evrópuráðsins um jöfn tækifæri.

Með Herdís á myndinni er Lena Linnainmaa. Í lok fundar var samþykkt um framtíð stjórnskipunarramma Evrópusambandsins, ályktun um meiri eftirfylgni með samþættingu jafnréttissjónarmiða og samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Dr. Susanne Baer prófessor viðHumbolt háskólanum í Berlín og dr. jur. Elisabeth Holzleitner dósent í réttarheimspeki við lagadeild háskólans í Vín voru með afar athyglisverðar framsögur á sviði samþættingar jafnréttissjónarmiða.

Fundur í Brussel

Fundur í Brussel

legal networkSérfræðingar á sviði jafnréttislaga hittust á árlegum fundi með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur starfað í þessum hópi frá því í ársbyrjun 2003.

Námskeiðið “Business & Human Rights”

Námskeiðið “Business & Human Rights”

Prófessor Herdís ÞorgeirsdóttirTveggja vikna lotukennsla hefst  í dag. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor hefur kennt námskeiðið Business & Human Rights (viðskipti og mannréttindi) frá því 2003 og er það í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er kennt við lagadeild á Íslandi en síðan hefur það verið tekið upp í Háskólanum í Reykjavík.  Námskeið Herdísar er valkúrs fyrir nema á þriðja ára og opið fyrir nemendur í viðskiptadeild líka að því tilskyldu að þeir hafi sótt námskeið í almennri lögfræði. Námskeiðið er kennt á ensku enda sótt af erlendum skiptinemum við háskólann á Bifröst.